Sveit Jóns Berndsen sigraði á árlegu Þorsteinsmóti í bridge

Mynd: Húni.is

Hið árlega Þorsteinsmót í bridge fór fram á laugardag í Félagsheimilinu á Blönduósi og voru 13 sveitir mættar til leiks og hófu að spila um kl. 11:00 og spiluðu til rúmlega 20:00 en þá réðust úrslitin í síðustu umferð.

Sigurvegari mótsins varð sveit Jóns Berndsen með 132 stig, í öðru sæti varð sveit Dóru og drengirnir með 131 stig og í þriðja sæti varð sveit Gunnars Sveinssonar með 129 stig.
Að þessu sinni voru það Krútthestar.is sem styrktu mótið.
Heimild Húni.is

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir