Svæsið miðsumarhret í kortunum

Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur bloggar um veður og veðurspár en í dag bloggar hann um miðsumarhret sem sést í veðurkortunum nú í lok vikunnar. Segir Einar að ef spár gangi eftir séum við að horfa fram á eitt af sögulegustu miðsumarshretum síðustu ára með snjókomu á hálendinu og jafnvel niður í byggð Norðanlands.
En svona lítur blogg Einars í dag út; -Er búinn að vera að blaða í gegnum tölvukeyrslur og alveg sama hvar borið er niður, svæsinn háloftakuldapollur virðist samkvæmt spám ætla að stefna beint yfir okkur úr NNA seint á fimmtudag. Kortið sýnir staðsetningu hans skv. spá GFS kl 06 að morgni fimmtudags.

Þessari heimsókn  fylgir einhverslags N-átt með úrkomu og svo köldu lofti að það er varla að maður leggi enn trúnað á spárnar, sérstaklega í ljósi þess hvað almennt séð hlýindi hafa verið viðloðandi á landinu frá því seint í júní.

Ef spáin gengur eftir eins og hún er nú reiknuð gefur hún nokkrum af sögulegustu miðsumarhretum síðustu áratuga ekkert eftir !  Það þýðir m.a. snjókomu á norðurhálendinu og niður undir byggð víða Norðanlands.

Sem dæmi um túlkun á stöðunni birti ég hér spákort hita úr  72 klst. keyrslu HRAS frá því í nótt og gildir kl. 00 á föstudag.  Blái frostliturinn er nokkuð víðáttumikill yfir miðju landinu og rauði flekkurinn djúpt suður af landinu er +10°C svæðið !

Eins og sjá má á þessari mynd er heldur kuldalegt yfir landinu bláa á næstu dögum.

En maður á svo sem eftir að sjá þetta gerast !!

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir