Sungið og messað á Siglufirði
Það hefur tíðkast síðustu árin að Siglufjarðarsókn og Sauðárkrókssókn skiptist á heimsóknum. Í gær héldu séra Sigríður Gunnarsdóttir og Kirkjukór Sauðárkróks ásamt sóknarnefndarfólki í heimsókn til Siglufjarðar þar sem séra Sigríður messaði í Siglufjarðarkirkju og kirkjukórinn söng.
Að auki söng kórinn fyrir íbúa á dvalarheimili aldraðra á Siglufirði auk þess sem Félag eldri borgara var sótt heim. Ekki var að spyrja að gestrisni Siglfirðinga. Í safnaðarheimilinu á kirkjuloftinu var stórkostlega móttaka í boði Kirkjukórs Siglufjarðar og þaðan var haldið á dvalarheimilið og loks var farið á fund hjá Félagi eldri borgara og þar var sungið og spjallað og loks var haldið heim á leið í fallegu veðri.
Ferðin þótti takast með ágætum og Siglfirðingum eru þakkaðar frábærar móttökur.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.