Sundlaugin opnuð á miðvikudag
feykir.is
Austur-Húnavatnssýsla
14.06.2010
kl. 11.20
Blönduósbúar og nágrannar þeirra munu fagna á miðvikudag þegar nýja sundlaugin á Blönduósi verður formlega tekin í notkun.
Laugin mun opna klukkan 14:30 og verða opin til 20:00 þann daginn. . Á þjóðhátíðardaginn 17. júní verður opið frá kl. 15:30 – 19:00. Eftir það verður opið hefðbundnum opnunartíma, sem verður auglýstur síðar samkvæmt heimasíðu Íþróttamiðstöðvarinnar www.blonduskoli.is/ib.
Feykir.is óskar íbúum á Blönduósi til hamingju með hið glæsilega mannvirki sem sundlaugin er.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.