Sundlaugin opin um jól og áramót

Sundlaug Sauðárkróks verður opin yfir hátíðirnar fyrir sundgarpa og pottorma virku dagana frá kl. 6.50-21.00. Á aðfangadag og gamlársdag verður opið frá kl. 6.50-12.00 og annan í jólum og 2. janúar frá kl. 10.00-16.00.  Lokað er á jóladag og nýársdag.
Frítt er fyrir börn 16 ára og yngri, eldri borgara og öryrkja með þjónustukort. Aðgangur f. fullorðna er kr. 350. Innifalið er aðgangur í gufubaðið og infra-rauða saunaklefann að ógleymdum heitu pottunum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir