Sundlaugargestur hvarf út í myrkrið

Lögregla var kölluð til þegar ung stúlka ætlaði að baða sig í sundlauginni að Steinsstöðum aðfaranótt sunnudagsins síðasta. Stóð þá yfir þrettándaball Karlakórsins Heimis. Eins og gefur að skilja var sundlaugin ekki opin og því kom lögreglan til skjalanna.

Þegar hinn óboðni sundlaugargestur varð lögreglunnar var lét hann sig hverfa út í myrkrið. Þegar ekki tókst að finna stúlkuna eftir ítarlega leit var björgunarsveit kölluð út sem skömmu síðar var afturkallað þar sem við nánari eftirgrennslan kom í ljós að stúlkan var kominn á Krókinn. Hafði hún náð að útvega sér far þangað á nærklæðunum einum fata.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir