Sundlaugarframkvæmdum miðar vel á Blönduósi

Fyrir helgi fór Bæjarráð og bæjarstjóri Blönduóss á framkvæmdastað sundlaugarinnar á staðnum í fylgd Sundlaugarhóps þar sem farið var yfir stöðu framkvæmdar. Þeim miðar vel áfram og er 2. áfanga að ljúka.

Undirbúningi að lokaáfanga er vel á veg kominn og er gert ráð fyrir að framkvæmdum ljúki í maí. Bæjarráð samþykkti á síðasta fundi sínum  að fela Sundlaugarhópnum og tæknideild að vinna áfram að þeim verkþáttum sem ólokið er og gerir það að tillögu sinni að aflað verði tilboða í þá verkþætti með sama hætti og gert var í 2. áfanga.

Bæjarráð er sammála að vel hafi tekist til við að tryggja þátttöku heimamanna við framkvæmdina sem hefur haft jákvæð áhrif á atvinnumál í héraði.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir