Sundfólk gerir upp starfið
Uppskeruhátíð Sunddeildar Tindastóls var haldin á Mælifelli s.l. þriðjudagskvöld og fór vel fram. Farið var yfir starf síðasta árs og veittar viðurkenningar fyrir góðan árangur.
Verðlaun fyrir ástundun hlaut Matthías Rúnarsson og fyrir prúðmennsku á æfingum og í keppni var Ásgrími Þór Kjartanssyni veitt viðurkenning. Þá hlaut Sigrún Þóra Karlsdóttir viðurkenningu fyrir tæknilegar framfarir. Sundmaður Tindastóls þetta árið var Sunneva Jónsdóttir. Að loknum verðlaunaafhendingum var slegið upp veislu og flatbökum staðarins gerð góð skil.
Næsta verkefni krakkanna í sunddeild Tindastóls er þáttaka á Gullmóti KR sem fer fram í Laugardalnum um miðjan febrúar.
/ Myndir og texti: Hjalti
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.