Sumar TÍM óskar eftir fólki

Sumar TÍM mun hefjast á ný í sumar mánudaginn 8. júní og mun standa í 8 vikur, fram að verslunarmannahelgi þann 31.júlí. Margt verður í boði fyrir börnin, bæði íþróttir og ýmis konar námskeið einsog síðastliðin ár.

Sumar TÍM leitar nú að fólki sem hefur áhuga á að halda námskeið í 1 til 8 vikur í sumar, mánudag til fimmtudag, fyrir hádegi. Sem dæmi um námskeið má nefna glermálun, leiklist, veiði, stuttmyndagerð, teikningu, dans eða hvað svo sem fólki dettur í hug.

Áhugasamir hafi samband við Ingva Hrannar, verkefnisstjóra Sumar TÍM, í síma 660-4684 eða á sumartim@skagafjordur.is. Auk þess er að fara í gang ný síða www.sumartim.bloggar.is sem fólk getur kíkt á og fræðst um hvað verður í gangi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir