Sumar TÍM fór af stað í morgun
feykir.is
Skagafjörður
07.06.2010
kl. 13.40
Íþróttir og tómstundir barna á aldrinum 7 - 12 ára Sumar TÍM fóru af stað í Skagafirði í morgun. Dagskráin hófst á golfi, frjálsum, körfu og reiðnámskeiði auk fimm annara námskeiða sem öll hófust klukkan átta. Síðan fór fótboltinn af stað klukkan tíu auk fimleika og sundæfinga. Eftir hádegi er síðan meiri bolti, sund, og handbolti.
Allt fór þetta vel af stað í morgun en á annað hundruð barna héldu af stað í sumarnásmeiðin sín með bros á vör í morgunsárið. Sumar TÍm mun standa fram að Verslunarmannahelgi.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.