Stytting hringvegar ekki vinsæl

Á íbúafundi sem haldinn var í gærkvöldi á Blönduósi kom fram að íbúar staðarins eru alfarið á móti því að þjóðvegur 1 verði færður til eins og Vegagerðin hefur óskað eftir.

Málið verður tekið fyrir í bæjastjórn í næstu viku en líklegt má telja að andstaða bæjarbúa nái fram að ganga enda samhljómur milli þeirra og bæjafulltrúa.  

Bent hefur verið á að stytting vegarins sé ein arðbærasta framkvæmd sem hægt er að fara í á þessi sviði en andstæðingar vegalagningarinnar hafa efast um að þeir útreikningar séu réttir. Íbúar Húnavatnshrepps héldu íbúafund á mánudagskvöld og var þar skorað á sveitastjórn Húnavatnshrepps að mótmæla fyrirhugaðri lagningu Vegagerðarinnar og Leiðar um  Svínavatnsleið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir