Stytta Ferjumannsins afhjúpuð á sunnudag

Frá gerð styttunnar um Jón Ósmann

 

Styttan af Ferjumanninum Jóni Ósman verður afhjúpuð á áningarstaðnum við Vesturós Hérðasvatna sunnudaginn 5. júlí kl. 13:30.
Það er hópur manna sem tók sig saman um að reisa Jóni Ósmann veglegan minnisvarða á Utanverðunesi og hefur undirbúningurinn nú staðið í nokkur ár.

Stefán Guðmundsson, fór síðan fyrir hópnum, en hópurinn fór nýlega á fund sveitarstjóra Skagafjarðar og greindi frá  vilja sínum til þess að færa sveitarfélaginu minnisvarðann til eignar við afhjúpun hans. Byggðaráð ákvað á síðasta fundi sínum að hafa samband  við Vegagerðina þar sem minnisvarðinn mun standa á áningarsvæði á hennar vegum.
 Þá þakkaði Byggðaráð þeim sem að verkefninu stóðu fyrir höfðinglega gjöf.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir