Styrkur gegn tæringu sólarljóss
Á sambandsfundi í Héðinsminni þann 25. apríl s.l afhenti stjórn Sambands skagfirskra kvenna Byggðasafni Skagfirðinga styrk að upphæð 290 þús. kr., sem er afrakstur af vinnuvöku kvenfélaganna í Skagafirði.
Í gjafabréfi sem fylgdi styrknum segir: "Samband skagfirskra kvenna færir Byggðasafninu í Glaumbæ 290 þúsund krónur 25. apríl 2010". Það er sannarlega ómetanlegt fyrir starfsfólk safnsins að finna þann góða hug sem í styrknum felst. Hann eflir okkur til dáða og til góðra verka.
Styrknum verður varið í að miðla upplýsingum um handverk skagfirskra kvenna og verjast tæringu sólarljóssins á sýningum safnsins með gegnsæjum ljósbrotsfilmum á gluggum. Safnið hefur áður notið styrks frá Sambandinu, sem kostaði skáp utan um skautbúning Sigurlaugar frá Ási, sem var gefinn safninu 1999 og er einn af mörgum gersemum þess. Safnið hefur notið kvenfélagskvenna við söfnun heimilda um menningu og mannlíf í héraðinu, sem er ómetanlegt framlag til komandi kynslóða.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.