Styrktartónleikar Tónlistarklúbbs FNV í kvöld

Í kvöld miðvikudaginn 10. mars ætlar Tónlistarklúbbur Fjölbrautaskólans að halda tónleika á sal skólans. Tónleikarnir verða með huggulegu ívafi eins og segir í tilkynningu frá Tónlistarklúbbnum. Það verður heitt á könnunni og léttar veitingar með því.

  • Hljómsveitin Fúsaleg Helgi verður á staðnum og tekur lagið.
  • Aðgangseyrir verður 1000 krónur og mun ágóðinn renna til Styrktarfélags krabbameinssjúkra barna.
  • Einnig er skorað á fyrirtæki í Skagafirði að leggja málefninu lið í tilefni tónleikanna.
  • Hægt er að leggja inn á reikning tónlistarklúbbsins:  1125-05-250011, kt: 3007913289. Nánari upplýsingar í síma: 7722524
  • Hugguleg kvöldstund með góðri tónlist sem styrkir gott málefni. Endilega látið sjá ykkur. 
  • Tónlistarklúbbur FNV

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir