Styrktartónleikar Matthildar litlu í Salzburg
Sunnudaginn 7. mars voru haldnir stórglæsilegir tónleikar í Solitair, hátíðarsal Mozarteum tónlistarháskólans í Salzburg, fyrir fullu húsi. 320 sæti voru fullsetin og þónokkrir stóðu við hliðargang, enn aðrir sátu í andyri hússins og fylgdust með af stórum skjá en margir þurftu frá að hverfa.
Íslenska samfélagið í Salzburg stóð að þessum glæsilegu tónleikum en þau skipa um það bil 15 manns. Tónleikarnir gengu vel fyrir sig, mikil jákvæðni, gleði og stemning einkenndi kvöldið ásamt algerum samhug, áheyrenda og flytjenda í einlægum óskum á velferð hinnar litlu íslensku Matthildar sem kom á svið ásamt foreldrum sínum í lokin og þökkuðu þau fyrir þann ómælda stuðning sem þeim hafði verið veittur af vinum, fjölskyldu og vandamönnum.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.