Styrktartónleikar í Salzburg

Næsta sunnudag, 7. mars, verður Matthildur litla Haraldsdóttir í Salzburg 3 mánaða en eins og fram hefur komið á fjölmiðlum hér norðanlands kom í ljós að fljótlega eftir fæðingu að Matthildur þjáist af afar sjaldgæfum og alvarlegum æða- og hjartagalla.

 Matthildur hefur þegar gengist undir eina skurðaðgerð og tvær viðamiklar aðgerðir eru framundan.

Rósa Kristín Baldursdóttir söngkona ásamt sterkum hópi Íslendinga, hefur skipulagt galatónleika til styrktar Matthildi og fjölskyldu hennar og verða þeir haldnir í Solitaire í Mozarteum í Salzburg á sunnudaginn kl 18:00.

Eins og við má búast verður glæsileg efnisskrá á tónleikunum enda heimsfrægir tónlistarmenn sem hafa boðist til að koma fram. Má þar nefna sópransöngkonuna Barböru Bonney, en hún er einn kennara Hörpu, og blásarasveit Mozarteum orchester sem er afar virt og vel metin á evrópska vísu.

Þá má einnig nefna að íslenskur kór, samansettur úr söngnemendum í Salzburg mun koma fram sem og Ólafur Tómas félagi Halla úr Groundfloor.

Verndari tónleikanna er ameríska sóprandívan Grace Bumbry en  hún er meðal annars í evangelísku kirkjunni í Salzburg en þar hafa Halli og Harpa í tvígang spilað styrktartónleika fyrir kirkjuna og safnaðarmeðlimi.

Aðgangur að tónleikunum er ókeypis en tekið verður við frjálsum framlögum. Þá verður í hléi boðið uppá upp á léttar veitingar, freyðivín og Cantuccini, gegn gjaldi en hvort tveggja eru framlög velviljaðs fólks.

/Húni.is

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir