Styrktarmót fyrir Arnar Geir
Golfklúbbur Sauðárkróks ætlar að halda styrktarmót fyrir Arnar Geir Hjartarson þann 14. ágúst nk. en hann er á leið til Bandaríkjanna á ný í háskólanám í Missouri Valley College á skólastyrk vegna golfiðkunar um miðjan ágúst. Á heimasíðu GSS segir að slegið verði upp léttu móti þar sem spilaðar verða 9 holur og kaffi og kökur í boði fjölskyldunnar að loknu móti.
„Við ætlum að ræsa út af öllum teigum samtímis kl.17:15 og gott væri að allir myndu vera mættir kl.17:00 til að hægt væri að raða hollum á teiga. Óvænt verðlaun í boði. Hver veit nema Arnar Geir verði úti á velli og taki högg á einhverjum brautum fyrir þátttakendur,“ segir á gss.is.
Mótsgjaldið er 2.000,- eða frjálst eftir því sem hver og einn vill og vonast mótshaldarar til að sjá sem allra flesta og eiga saman notalega stund í mótslok.
Allir velkomnir í kaffi eftir mót óháð því hvort þeir taka þátt í mótinu eða ekki.
Skráning er á www.golf.is
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.