Styrkir frá Húsafriðunarnefnd ríkisins
Húsafriðunarnefnd ríkisins hefur úthlutað styrkjum til endurbóta á friðuðum húsum fyrir árið 2010. Allmörg hús á dreifingarsvæði Feykis á Norðurlandi vestra, fá úthlutanir auk þess sem úthlutað er sérstaklega til friðaðra kirkna og í sérstök rannsóknarverkefni.
Staðarkirkja í Hrútafirði fær styrk upp á 300 þúsund, Vesturhópshólakirkja fær 500 þúsund, Blönduóskirkja eldri fær eina milljón, Svínavatnskirkja fær styrk upp á 400 þúsund og Knappsstaðakirkja í Fljótum fær kr. 300 þúsund.
Villa Nova á Sauðárkróki fær síðan styrk upp á 350 þúsund, Riis-hús á Borðeyri 1.2 milljónir, hús Sigurðar Pálmasonar (Selasetur Íslands) fær 300 þúsund, Holt, Klapparstíg 1 á Hvammstanga, fær 200 þúsund, íbúðarhúsið að Saurum í Miðfirði fær 150 þúsund og Þorsteinshús, Aðalgötu 11 Blönduósi, fær 400 þúsund krónur.
Þá fær Kvennaskólinn á Blönduósi hæsta styrkinn á svæðinu að þessu sinni, eða 4.2 milljónir, Kornsárhúsið Vatnsdal fær 300 þúsund, Samkomuhússbraggi á Skagaströnd fær 350 þúsund, Bjarnabær, Skógargötu 7 Sauðárkróki, fær 400 þúsund, Árbakki, Suðurgötu 5 Sauðárkróki, fær 250 þúsund, Unastaðir í Kolbeinsdal fær 200 þúsund og Tyrfingsstaðir í Skagafirði fá 300 þúsund krónur í styrk frá Húsfriðunarnefnd.
Þá fær byggða- og húsakönnun á Blönduósi 500 þúsund krónur í styrk.
Samtals nema ofantaldir styrkir frá Húsafriðunarnefnd 11.6 milljónum króna.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.