Sturlungahátíð á morgun

Frá ferð á Sturlungaslóðir fyrr í sumar

Laugardaginn 15. ágúst verður heilmikil dagskrá á Sturlungaslóð í Skagafirði. Dagskráin hefst í Varmahlíð þar sem Einar Kárason rithöfundur flytur inngang að Sturlungu. Einnig verður skemmtileg dagskrá fyrir börn í Varmahlíð.  Dagskráin er fjölbreytt og stendur fram að miðnætti.

 

 

Dagskráin:

Kl. 10:00 Miðgarður inngangur að Sturlungu, Einar Kárason rithöfundur.

Kl. 10-12 Dagskrá fyrir börn í Varmahlíð.

Kl. 11:00 Víðimýri, erindi um Kolbein Tumason, Sigríður Sigurðardóttir, söngur Helga Rós Indriðadóttir.

Kl. 12:00 Hádegishressing, Hótel Varmahlíð.

Kl. 13:30 Vígla á róðukrossi á Róðugrund (við Syðstu-Grund), Dalla Þórðardóttir, síðan verður gengið á Haugsnesgrundir og Flugumýri.

Kl. 17:00 Miklibær tónleikar, Voces Thules. Aðgangseyrir 1000 kr.

Kl. 17-18 Sögumaður á Örlygsstöðum.

Kl. 20-24 Ásbirningablót Miðgarði. Hlaðborð að miðaldasið, veislustjóri Eyþór Árnason frá Uppsölum, fram koma m.a. Einar Kárason, Voces Thules og Agnar H. Gunnarsson. Aðgangseyrir 4500 kr.

Pantanir á Ásbirningablót, Hótel Varmahlíð í síma 453 8170

 Dagurinn er styrktur af menningarráði og Vaxtasamning Norðurlands vestra

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir