Stúlknakór Alexöndru á Frostrósatónleikunum
Alexöndru Chernyshovu var boðið að taka þátt í Frostrósatónleikunum sem haldnir verða í Skagafirði 7. og 8.des. ásamt nemendum sínum. Þrennir tónleikar verða haldnir í Menningarhúsinu Miðgarði.
Um tuttugu stúlkur verða fulltrúar Söngskóla Alexöndru á tónleikunum og er það bæði heiður og um leið ævintýri fyrir stúlkurnar að taka þátt í svona stóru verkefni.
Draumaraddir norðursins sem er samstarfsverkefni Söngskóla Alexöndru, Tónlistarskóla Austur-Húnavatnssýslu og Tónlistarskóla Vestur-Húnavatnssýslu, eru að æfa stíft þessa dagana en jólatónleikar verða á fjórum stöðum á Norðurlandi vestra í byrjun des.
Tónleikar verða eftirfarandi:
• Sauðárkrókur 2. des í kirkjunni
• Skagaströnd 3. des í kirkjunni
• Hvammstanga 4. des í kirkjunni
• Blönduósi 5. des í kirkjunni
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.