Stúdent frá FNV kemst á Forsetalista HR

Arnar Ingi Ingvarsson, nemandi í lagadeild HR og stúdent frá FNV komst á dögunum á svokallaðan  forsetalista HR en þangað  komast þeir nemendur sem bestum árangri ná á hverju próftímabili og fá þeir skólagjöld næstu annar niðurfelld.

Að þessu sinni komust 48 nemendur á Forsetalista HR og var skiptingin með eftirfarandi hætti á milli deilda:

Lagadeild
 6
 
 Kennslufræði- og lýðheilsudeild                                  
(fjórir nemendur voru jafnir á 3. ári og fær því hver þeirra helming skólagjalda einnar annar niðurfelldan)
   7
 
 Tölvunarfræðideild
 7
 
 Viðskiptadeild - dagskóli
 6
 
 Viðskiptadeild – Háskólanám með vinnu (HMV)
 6
 
 Tækni- og verkfræðideild                                           
(10 í verkfræði og 6 í tæknifræði
 16
 

Feykir.is óskar Arnari Inga innilega til hamingju með heiðurinn, en þess má geta að hann hlaut einnig nýnemastyrk HR á sínum tíma.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir