Strákagöng við Siglufjörð lokuð í kvöld

Strákagöng. MYND HALLDÓR GUNNAR
Strákagöng. MYND HALLDÓR GUNNAR

Strákagöng norðan við Siglufjörð verða lokuð milli klukkan 20 og 23 í kvöld, þriðjudaginn 12. September. Samkvæmt upplýsingum á heimasíðu Vegagerðarinnar verður Slökkvilið Fjallabyggðar með reykæfingu í göngunum. Umferð verður beint um Lágheiði á meðan lokun stendur.

Lokanir verða settar upp við Ketilás og áningastað við Siglufjörð, segir á Facebook síðu Slökkviliðs Fjallabyggðar. Á æfingunni mun slökkviliðið í samstarfi við Vegagerðina og aðra viðbragðsaðila æfa viðbragð við atburði í jarðgöngum.

Æfingin er nokkuð umfangsmikil og geta vegfarendur átt von á að verða varir við umferð viðbragðsaðila um svæðið. Að æfingunni standa Slökkvilið Fjallabyggðar og Vegagerðin með aðstoð frá Slökkviliði Akureyrar. Notaður verður búnaður sem Vegagerðin hefur fjárfest í sem ætlaður er til æfinga fyrir slökkvilið í jarðgöngum. Búnaðurinn hefur áður verið notaður til æfinga í Vaðlaheiðargöngum og Norðfjarðargöngum.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir