Stórviðgerð á félagsheimilinu Ketilási að ljúka

Í sumar hófust endurbætur á félagsheimilinu Ketilási í Fljótum og lauk þeim daginn fyrir bóndadag, en á bóndadaginn var hið árlega þorrablót Fljótamanna haldið.

Í sumar var skift um um járn, þakpappa og stærstan hluta af klæðningu á þaki samkomuhússins. Í byrjun vetrar  var svo hafist handa innandyra. Skift var um flísar á gólfum, sett ný eldhússinnrétting og ný hreinlætistæki á salernum og endurnýjaðir milliveggir.  Í danssal var gólf slípað og lakkað fjarlægður strigi af veggjum og allt húsið málað innan.Auk þessa varð talsverð vinna við lagfæringar á pípulögnum og rafmagni.

Að sögn Hjördísar Leifsdóttur formanns húsnefndar  liggur heildarkostnaður ekki fyrir, en sveitarfélagið áætlaði rúmlega 5 milljónum króna til viðhalds hússins í fjárhagsáætlun fyrir árið 2009. Félagsheimilið var byggt í nokkrum áföngum á sínum tíma og að talsverðu leiti í sjálfboðavinnu. Heimafólk kom að þessum endurbótum nú með ólaunuðu vinnuframlagi t.d. við þakið og að rífa burtu gólfefni o.f.l. Áætlar Hjördís að það séu þrjú til fjögurhundruð  vinnustundir. Þá hefur umsjón með húsinu undanfarin þrjú ár verið endurgjaldslaus og allur ágóði af rekstrinum farið til þessara frankvæmda.   ÖÞ:

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir