Störf hjá Vinnumálastofnun Norðurlands vestra

Vinnumálastofnun á Skagaströnd leitar eftir starfsfólki. Um er að ræða tímabundin störf á Greiðslustofu og Þjónustuskrifstofu til áramóta við vinnslu umsókna, almenn skrifstofustörf, símsvörun og upplýsingagjöf, auk þjónustu við umsækjendur á Norðurlandi vestra. Alls eru það 4 100% störf sem í boði eru.

Í auglýsingu frá Vinnumálastofnun segir að leitað sé að áhugasömu fólki með góða leikni í mannlegum samskiptum, lipurð í tölvunotkun og áhuga á að skila góðu starfi.

Hlutverk Greiðslustofunnar er að sjá um greiðslur atvinnuleysistrygginga fyrir allt landið en hún heyrir undir Vinnumálastofnun Norðurlandi vestra sem rekur jafnframt þjónustuskrifstofur í umdæminu. Hjá stofnuninni starfar nú 24 manna liðsheild.

Þá er vakin athygli á því að þar sem um tímabundin störf er að ræða og hafa þarf hraðar hendur við ráðningar þá verður ekki fylgt formlegu umsóknarferli heldur valið úr þeim umsækjendum sem setja sig í samband og skila inn umsókn með ferilskrá.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir