Stóraukinn útflutningur hjá SAH

SAH Afurðir ehf. fluttu út tæplega 1.100 tonn af ýmsum afurðum á síðasta ári, en það samsvarar um 60 stórum flutningagámum. Hrútatittlingar meðal þess sem flutt er út.

Stór hluti þess sem fluttur var út, u.þ.b. 500 tonn eru sauðfjárgærur og stórgripahúðir, en því næst er um að ræða kjöt og kjötvörur og innmat ýmiskonar.
Sú ánægjulega þróun hefur orðið að sífellt stærri hluti sláturdýra er nú nýttur til manneldis eða dýrafóðurs, í stað þess að umtalsverðum hluta innmatar var hent fyrir nokkrum misserum. Sem dæmi um vörur sem nú eru fluttar á erlenda markaði má nefna nýru, eistu, tittlinga af hrútum, bein og fitu. Áfram verður unnið að því að finna markaði fyrir fleiri vörur enda ljóst að til framtíðar verður að nýta alla hluti sláturdýra eins vel og kostur er. Vörurnar eru að fara til ýmissa landa, s.s. Kína, Danmerkur, Noregs, Færeyja og Bretlands.

/sahun.is

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir