Stór helgi hjá unglingaflokki
Unglingaflokkur karla í körfuknattleik hjá Tindastól spilar tvo leiki nú um helgina. Annar þeirra er í kvöld gegn Snæfelli í Stykkishólmi og er hann liður í bikarkeppninni en hinn leikurinn er heimaleikur gegn Keflvíkingum á morgun laugardag.
Unglingaflokkurinn hefur verið að eflast eftir því sem tímabilið líður og um síðustu helgi unnu þeir lið ÍR-inga 77-74 syðra.
Snæfellingar taka ekki þátt í Íslandsmótinu í unglingaflokki, en eru með firnasterkt líð í drengjaflokki, þar sem þeir tróna á toppnum í sameiginlegu liði með Skallagrími úr Borgarnesi. Það má því búast við hörkuleik í kvöld.
Á morgun koma Keflvíkingar í heimsókn í Síkið en þeir unnu fyrri leik liðanna í Keflavík 63-48. Síðan hefur mikið vatn runnið til sjávar og unglingaflokkurinn orðinn mun sterkari en þá. Leikurinn hefst kl. 16.00 á morgun laugardag.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.