Stolin úlpa finnst á Barnalandi

Fyrir skömmu hurfu tvær úlpur og svartur bakpoki með skólabókum úr anddyri Bóknámshúss FNV á Sauðárkróki og vaknaði strax grunur að um þjófnað væri að ræða. Önnur úlpan fannst á Barnaland.is.

Faðir annars úlpueigandans datt það í hug að kíkja inn á Barnaland.is og athuga hvort hann fyndi úlpuna, þar sem ýmiss varningur er boðinn til sölu. Og viti menn, auglýst var til sölu Nikita úlpa og mynd af henni á síðunni. Að sögn föðurins var úlpan auðþekkjanleg og fór hann því til Lögreglunnar sem upplýsti málið og þýfið fannst, fyrir utan aðra úlpuna sem þegar var búið að selja. Að sögn Lögreglunnar á Sauðárkróki var haft samband við kaupanda úlpunnar og honum gert grein fyrir því að um þýfi var að ræða sem brást vel við og ætlar að skila henni til rétts eigenda. Þjófarnir, ungt par,  hafa áður komið við sögu  Lögreglunnar víða á landinu og er ástæða til að minna fólk á að læsa bílum og húsum þegar þau eru yfirgefin.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir