Stólastúlkur sigruðu Gróttu/KR

María Dögg var á skotskónum í dag og setti tvö á móti Gróttu/KR. Mynd:PF.
María Dögg var á skotskónum í dag og setti tvö á móti Gróttu/KR. Mynd:PF.

Stelpurnar í 2. flokki Tindastóls tóku á móti Gróttu/KR í dag í Íslandsmótinu í knattspyrnu en þær leika í B-riðli. Veðrið var ákjósanlegt til tuðrusparks, stillt og nokkur regnúði. Þegar yfir lauk hafði María Dögg Jóhannesdóttir skorað tvö mörk og tryggt Stólum 2-0 sigur.

Leikurinn var jafn og spennandi og nokkur harka á báða bóga. Nokkuð var um færi hjá báðum liðum en Stólar kannski fleiri dauðafæri en það var ekki fyrr en á 77. mínútu sem María Dögg skoraði fyrra markið. Seinna markið mátti ekki seinna vera því það kom í lok uppbótartíma eða á 93. mínútu. Góður baráttusigur hjá stelpunum sem er með mjög gott lið. Þetta var þeirra annar leikur en þær unnu fyrsta leikinn gegn Völsungi, einnig 2-0 á útivelli.

Sitja þær í öðru sæti riðilsins með jafnmörg stig og Selfoss/Hamar/Ægir en með lakara markahlutfall. Sjá stöðu HÉR

Næsti leikur verður gegn ÍBV/Keflavík nk. föstudag og fer leikurinn fram í Vestmannaeyjum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir