Stólastelpur berjast fyrir veru sinni í 1 .deild

Stelpurnar í Tindastól fá Sindra á Hornafirði í heimsókn á Krókinn í dag og hefst leikur klukkan 14:00. Ekkert annað en sigur dugar Stólastelpum ætli þær að halda sé í deildinni. Nú þurfa Króksarar að mæta á völlinn og styðja við bakið á stelpunum. Stólar eru í 10. sæti, sem er jafnframt botnsætið, með 8 stig eftir 15 leiki en Víkingur Ólafsvík hefur 11 stig eftir 16 leiki þannig að Stólar geta jafnað Víking með sigri. Í 7.-8. sæti sitja Hamrarnir og Sindri með 16 stig en Sindri eftir 15 leiki líkt og Stólar.

Með sigri í öllum leikjum sem eftir eru og von um að annað hvort Sindri eða Víkingur tapi sínum síðustu leikjum halda Stólar sér uppi.

Áfram Tindastóll!

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir