Stólarnir mæta toppliðinu í kvöld.

Kárason og Daanish elduðu grátt silfur í Síkinu. Nú eru þeir samherjar.

Tindastólsmanna bíður erfitt verkefni í kvöld þegar þeir halda í Garðabæinn. Andstæðingarnir eru Stjörnumenn, en þeir eru á toppnum í deildinni ásamt Njarðvík með 10 stig, eða fullt hús. Stjarnan rann þó á rassinn síðast liðinn sunnudag þegar þeir töpuðu fyrir Keflavík í Subway bikarnum með rúmum 20 stigum á heimavelli. Einn af þeirra betri mönnum, Fannar Helgason, var meiddur í þeim leik og munaði greinilega um hann.

Annars hafa þeir Justin Shouse og Jovan Zdravevski haldið uppi sóknarleik Stjörnunnar sem af er. Shouse er stigahæstur í deildinni með rúm 26 stig í leik og Jovan er með 21,5 stig að meðaltali í leik. Það þarf að stoppa þessa menn og ef það tekst er alltaf von. Ef Fannar verður ekki með í kvöld ættu Stólarnir að hafa yfirburði í teignum með þá Daanish og Helga Rafn. 

Stólarnir unnu sinn fyrsta deildarleik um daginn gegn Breiðabliki eftir erfiða byrjun. Þeir koma því vonandi með aukið sjálfstraust í leikinn í kvöld gegn Stjörnunni. Að vísu vantar í hópinn, en Halli og Hreinsi eru báðir meiddir og þá verða Helgi Freyr og Rikki ekki heldur með. Hópurinn í kvöld verður því þannig skipaður:

Michael, Axel, Svavar, Amani, Helgi Rafn, Sigmar Logi, Sveinbjörn, Pálmi Geir, Siggi, Þorbergur og Einar Bjarni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir