Stofnfjáreigendur stofna samtök

Reimar Marteinsson

Stofnfundur Samtaka stofnfjáreigenda í fyrrum Sparisjóði Húnaþings og Stranda var haldinn á Staðarflöt á mánudagskvöldið.

Það var áhugahópur um stöðu stofnfjáreigenda í sparisjóðnum fyrrverandi sem boðaði til fundarins og var hann vel sóttur. Milli 50 og 60 manns komu til fundarins og að sögn Reimars Marteinssonar formanns félagsins eru allir samstíga í málinu. –Nú fer af stað vinna hjá nýkjörinni stjórn að finna flöt á þeim vanda sem félagsmenn eiga í, segir Reimar en eins og kunnugt er þá lentu margir í skuldafjötrum við stofnfjáraukningu þegar  Sparisjóður Húnaþings og Stranda sameinaðist Sparisjóði Keflavíkur. –Það er ljóst að Sparisjóðurinn stendur illa og framtíð hans ræðst af því hvað stjórnvöld vilja aðhafast í málinu og komi að fjármögnun sjóðsins, segir Reimar.

Stjórn hins nýja félags er skipuð eftirfarandi mönnum:
Reimar Marteinsson, Jón Óskar Pétursson, Guðmundur Haukur Sigurðsson,, Ragnar Pálmason og Skúli Þórðarson.

palli@feykir.is

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir