Stöðugildum fækki um 8 - 9 á árinu

Heilbrigðisstofnunin á Blönduósi hefur þegar gripið til ráðstafana vegna niðurskurðar sem stofnunin lendir í á árinu 2010 en gert er ráð fyrir að stöðugildum við stofnunina fækki um 8 - 9 á árinu.

Nú þegar hefur verið minnkað starfshlutfall hjá 13 manns úr 100% í 80% samtals  2,6 stöðugildi. Aðrar breytingar sem gerðar hafa verið fækka stöðugildum um fjögur störf til viðbótar.

Þá mun skert yfirvinna og aðrar skerðingar á kjörum starfsmanna vera ígildi tveggja starfa.

Er þá annar niðurskurður sem viðkemur daglegum rekstri ótalinn.
Hollvinasamtök heilbrigðisstofnunarinnar á Blönduósi hafa boðað til mótmæla við stofnunina klukkan 14;00 í dag.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir