Stóðréttarveislan heldur áfram
Að þessu sinni er veislan í Víðidalstungurétt Húnaþingi vestra, föstudaginn 6. október nk. verður stóðsmölun í vestrinu. Stóðinu verður hleypt í gegnum hliðið við Bergárbrú klukkan 14:30.
Milli klukkan 14:00 og 17:00 verður boðið uppá súpu í skemmunni á Kolugili. Pantanir sendist á kolugil@gmail.com. Lagt verður af stað með stóðið frá Kolugili klukkan 16:30.
Hafa skal í huga að ný rekstrarleið verður farin og er hún eftir malbikaða veginum fyrir neðan Dæli. Eru því gestir beðnir að fara varlega eftir stóðinu á leið sinni í nátthólfið, hvort sem fólk er á hestum, bílum, reiðhjólum eða gangandi.
Laugardaginn 7. október er svo réttardagurinn sjálfur. Stóðið rekið til réttar klukkan 11:00. Kaffisala er í réttarskúr kvenfélagsins Freyju, þar er hægt að kaupa miða á réttarballið í forsölu á 4500 kr.
Stóðréttarballið verður svo í Víðihlíð með hljómsveitinni Steinliggur. Ballið byrjar klukkan 23:00 aldurstakmark er 18 ár, miðar sem seldir eru við inngang kosta 5000 kr. og líkur dansleiknum klukkan 03:00.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.