Stjórnin endurkjörin

Aðalfundur Selaseturs Íslands var haldinn í Dæli þann 20. apríl síðastliðinn. Á dagskrá voru hefðbundin aðalfundarstörf. Framkvæmdastjóri kynnti skýrslu stjórnar fyrir árið 2009 og Ársæll Daníelsson fór yfir ársreikninga.

Að því loknu var stjórn setursins endurkjörin en hana skipa Guðmundur Jóhannesson stjórnarformaður, Ársæll Daníelsson varastjórnarformaður, Sigrún Björk Valdimarsdóttir ritari, Jóhannes Erlendsson meðstjórnandi og Kristín Jósefsdóttir meðstjórnandi.

Varamenn eru þær Katharina Ruppel og Helena Svanlaug Sigurðardóttir. Þeir sem hafa áhuga á að kynna fundargerð aðalfundarins eða skoða ársreikninga setursins fyrir árið 2009 er bent á að hafa samband við framkvæmdastjóra í gegnum póstfangið selasetur@selasetur.is.

Á meðfylgjandi mynd er stjórn Selaseturs Íslands (f.v) Ársæll Daníelsson, Sigrún B. Valdimarsdóttir, Kristín Jósefsdóttir, Katharina Ruppel, Guðmundur Jóhannesson og Jóhannes Erlendsson. Á myndina vantar Helenu Svanlaugu Sigurðardóttir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir