Stelpurnar unnu Draupni örugglega

Gyða Valdís skoraði annað mark Tindastóls. Mynd: Pálmi Valgeirsson.

Í gærkvöld tóku stelpurnar í m.fl. kvenna í Tindastól á móti Draupni frá Akureyri í blíðskaparveðri á Sauðárkróksvelli. Stelpurnar spiluðu mjög vel og unnu verðskuldað sinn fyrsta sigur, 5-0.

Tindastóls-Neista-stelpur komu sterkar inn og strax á 5. mínútu skorar Hjördís Ósk. Áður en fyrri hálfleikur var úti voru Gyða Valdís og Þóra Rut búnar að bæta við sitthvoru markinu.

Þær voru þó engan vegin hættar, því í seinni hálfleik bætir Rabbý við einu og Þóra sínu öðru, samtals 5-0 og var sigurinn aldrei í hættu.

Byrjunarlið:
Kristín Halla (M), Þóra Rut, Guðrún Jenný, Guðný Þóra, Hjördís Ósk, Gyða Valdís, Rabbý, Svava Rún, Sunna Björk, Snæbjört, Brynhildur Ósk.
Varamenn:
Helga Rut, Hrafnhildur Sonja, Sunna Dís, Karen Inga, Bjarnveig Rós.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir