Stelpurnar í 16 liða úrslit á Gothia Cup

Það var heldur spennandi leikur sem stúlkurnar í 3. flokki Tindastóls áttu í gær í Gautaborg á Gothia Cup mótinu en hann réði úrslitum um hvort þær kæmust áfram í 16 liða úrslit.

 

3. flokkur Tindastóls. Símamynd: Þórunn

Stelpurnar áttust við William USA frá Bandaríkjunum og endaði leikurinn með 0-0 jafntefli eftir mikinn baráttuleik. Var leikurinn ekki framlengdur heldur farið beint í vítaspyrnukeppni. Þar átti Kristín Halla markmaður stórleik og varði tvær spyrnur bandarísku stúlknanna og ein spyrnan frá þeim fór framhjá. Endaði því leikurinn með sigri Tindastóls 4-2.

 

 

 

Nú tekur við keppni í 16 liða úrslitum þar sem tekið verður á móti Eskilstuna United DFF frá Svíþjóð í fyrsta leik en leikurinn hefst kl 11 að staðartíma.

Hægt að fylgjast með úrslitum  HÉR

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir