Steinn úr djúpinu komin út
feykir.is
Skagafjörður, Listir og menning
25.06.2010
kl. 13.25
"steinn úr djúpinu" , tólf laga plata Steins Kárasonar er komin út. Opinber/formlegur útgáfudagur var 17. júní. Öll lögin eru eftir Stein og flestir textarnir.
Söngvarar auk Steins eru Páll Rósinkrans, Hreindís Ylva Garðarsdóttir
Holm, Íris Guðmundsdóttir, Haukur Hauksson og Guðmundur F Benediktsson.
Bakraddir syngur Ingi Gunnar Jóhannsson. Gítarleik annast Sigurgeir Sigmundsson, á bassa spilar Jón Ólafsson, á Stradivariusar-fiðlu leikur enginn annar en Hjörleifur Valsson. Vilhjálmur Guðjónsson spilar á saxófón. Hilmar Sverrisson spilar á hammond, hljómborð, annast trommuslátt og fleira og sá um upptökur. Sjálfur syngur Steinn fimm lög, spilar á munnhörpu í einu lagi og á kassagítar í þremur lögum.
Átta textar eru eftir Stein, þrír eru eftir Lárus Sólberg Guðjónsson og
einn texti eftir Jónas Friðrik.
Tónlistin er fjölbreitt melódísk dægurtónlist, rokk/graðhestarokk/ballöður
og popp, - sumt country-skotið, daður við léttklassik, söngvar um ástina,
lífið og dauðann, söngvar um stríð og frið og auðviðtað smá húmor. Sem
sagt nánast allur tilfinningaskalinn.
Þetta er fyrsta stóra plata Steins en að sögn hans er „steinn úr djúpinu“
mjög persónuleg plata. Áður hafa verið gefin út tvö lög eftir Stein,
popp/rokklagið „Kominn aftur“ og sálmurinn „Helga himneska stjarna“.
Á plötunni er m.a. að finna óð náttúruunnandans til Íslands; lagið
Paradís sem Guðmundur F Benediktsson syngur. "Lagið er ekki bara óður til
Íslands og Fjallkonunnaar heldur einnig óður til konunnar sem hver maður
elskar og móður hvers manns“, segir Steinn.
Að sögn Steins sagðist einn hlustandi vel greina Skagfirska sveiflu í
laginu Þórscafé - já eða Lóníblúbojs.
Steinn verður á Króknum á Lummudögum og þá gefst honum til vill tækifæri
til að kynna plötuna nánar.
Steinn Kárason gefur plötun út sjálfur og annast dreifingu hennar.
Dreifing stendur yfir og platan er komin í helstu verslanir á
Reykjavíkursvæðinu og fæst nú í Skagfirðingabúð á Sauðárkróki. Hægt er að
hafa sambandi við Stein á steinn@steinn.is eða 896 6824.
Þess má geta að Haukur er bróðir Eiríks Haukssonar og Guðmundur er að
góðu kunnur fyrir söng sinn í rokkóperunni Jesus Crist Superstar og í
Mánum og Brimkló.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.