Steinn Kára vinnur að plötu

Stórsöngvarinn Páll Rósinkrans syngur nýtt Reykjavíkurlag á væntanlegri plötu Króksarans Steins Kárasonar. Upptökur hafa staðið yfir undanfarna mánuði og á plötunni koma við sögu þekktir söngvarar og hljóðfæraleikarar. Öll lögin eru eftir Stein og flestir textarnir.

Tónlistin er í bland ballöður, popp/rokk, þungt rokk/graðhestarokk og örlítið daður við léttan dægur djass og létt klasssík. Textarnir eru um ástina og lífið, (og dauðann) spaugilegar hliðar lífsins, drunga og gleði, mótæla- og friðar textar hins unga reiða manns og lofsöngur til móður náttúru / fjallkonunnar, konunnar sem hver karlmaður elskar og móður hvers manns.

Ýmsir kannast við Stein Kárason sem umhverfisfrömuð, umhverfishagfræðing, garðyrkjumeistara og rithöfund m.m.

Steinn samdi m.a. lagið og textann um "Fjallavatnið" sem m.a. fótboltamenn Tindastóls og garðyrkjufræðingar hafa sungið sér og öðrum til yndis og ánægjuauka.

Forsala á hljómplötunni er hafin en hana er hægt að panta hjá Steini á steinn@steinn.is eða hringja í síma 8966824.

Skagfriðingar koma við sögu á plötunni og Feykir mun vonandi greina nánar frá því síðar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir