Stefnt að því að styrkja bæði karla- og kvennalið Tindastóls fyrir átökin framundan
Senn lokar leikmannaglugginn í íslenska fótboltanum og ljóst að Tindastóll hefur stefnt að því að styrkja bæði karla- og kvennalið félagsins fyrir átökin framundan. Feykir hafði samband við Donna Sigurðsson, þjálfara beggja liða, og spurði hann út leikmannamálin og hvort hann hafi verið sáttur við úrslit helgarinnar hjá sínum liðum.
„Ég er klarlega sáttur við þrjú stig i dag en við viljum lika alltaf fá þrjú stig á heimavelli i kvenna svo auðvitað erum við ekki sátt við það,“ sagði kappinn en karlalið sigraði KÁ 5-2 í dag á meðan að stelpurnar gerðu 1-1 jafntefli í gærkvöldi. „Í dag hefði ég viljað ögn betri frammistöðu með boltann og bæði mörkin á okkur voru óskaplegur óþarfi fannst mér og mögulega kæruleysi. En frábært að skora fimm mörk og við sköpuðum okkur heldur betur færi til að skora fleiri. “
Donni viðurkenndi að fyrri hálfleikurinn í kvennaleiknum hafi verið frekar slakur af hálfu Stólastúlkna, fyrir utan mjög gott mark. „Seinni hálfleikur var klárlega betri og við skorum 100% löglegt mark sem er tekið af okkur sem var sárt en svona fyrir utan það þá var 1-1 nokkuð sanngjörn úrslit miðað við spilamennskuna.“
Þá er ljóst að leikmannamálin eru nokkurn veginn klár hjá kvennaliðinu. „Við vildum bæta við tveimur leikmönnum sem styrkja okkur og auka við breiddina í hópnum. Það tókst, sem ég er mjög glaður með, og ég er spenntur að sjá hvað áhrif þær hafa,“ sagði Donni en þegar hefur hin ástralska Claudia Valetta verið kynnt til leiks en sakvæmt upplýsingum Feykis á aðeins eftir að klára formsatriði varðandi síðari leikmanninn. „Hjá karlaliðinu erum við að leita af styrkingu fyrir úrslitakeppnina. Basilio er meiddur i baki og mun fara heim til Spánar sem er sameiginleg ákvörðun allra sem koma að. Hann er búinn að skora 18 mörk og leggja upp fjölmörg svo við munum þurfa að fylla i það skarð fyrir úrslitakeppnina. Auk þess vonast ég til að fá mögulega einn enn leikmann til að hjálpa okkur í baráttunni að komast upp um deild. Við erum með nokkra möguleika í sigtinu en viljum velja rétt þa sem henta okkur,“ segir Donni að lokum.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.