Stefnir í mikla gleði hjá Léttfetungum
Síðustu forvöð eru að skrá sig á árshátíð Léttfeta sem verður haldin um helgina en þá ætla félagsmenn að bregða undir sig léttasta fætinum og gleðjast saman.
Að sögn Brynjólfs á Fagranesi fer hver að verða síðastur að ná sér í síðustu miðana en lokað verður fyrir sölu kl 10 í kvöld. Ef einhver hringir síðar gæti hann þurft að grenja út miða. Geiri Eyjólfs ætlar að mæta með snerilinn og tromma undir hjá Pilla sem flytur gamanvísur um eitthvað sem enginn skilur og Steinunn Halldórs og Camilla Munk Sörensen munu láta leikhæfileikana njóta sín á hátíðinni. Þá er aldrei að vita nema lag komi hjá kór lagvissra hestamanna og staðið er í samningaviðræðum við ferðanefnd um að þeir setji eitthvað á blað af því sem þeir muna úr síðustu ferð.
Tilkynna skal þátttöku til Steinunnar í síma 865-0945 eða Geira í síma 894-5832.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.