Stefnir í metþátttöku
Yfir 1500 skráningar hafa borist á Unglingalandsmót UMFÍ, að sögn Sigurjóns Þórðarsonar, formanns UMSS. Sigurjón segir að gera megi ráð fyrir að um 2 - 4 fylgi hverjum keppenda og því séum við væntanlega að horfa fram á einhverja stærstu útihátíð Verslunarmannahelgarinnar.
Eru skráningar á mótið í ár fleiri en undanfarin ár en flestir hafa keppendur á unglingalandsmóti verið um 1500..
Allur undirbúningur mótsins hefur gengið vel og segir Sigurjón að þeir Ómar Bragi Stefánsson, framkvæmdastjóri Landsmóta hjá UMFÍ og Hjalti Þórðarson, starfsmaður landsmótsins, hafi unnið þrekvirki í því að skipuleggja hér mót með einstaklega stuttum fyrir vara.
Nú er bara að leggjast á bæn og vona að veðurguðirnir verði okkur hagstæðir.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.