Stefanía verður Snædís Karen
feykir.is
Austur-Húnavatnssýsla
20.07.2009
kl. 08.59
Birnan sem áður var á ritstjórnarskrifstofu Feykis þekkt sem birnan Stefanía hefur nú hlotið nafnið Snædís Karen
Snædís Karen á nú lögheimili á Hafíssetrinu á Blönduósi en hún var skotin á Hrauni á Skaga eins og heimsfrægt var þann 17. júní 2008. Eftir uppstoppun var birnan afhent Blönduósbæ til varðveislu og var í framhaldinu ákveðið að efna til nafnasamkeppni um nafn birnunnar. Fjöldi nafna barst til safnsins en fyrir valinu varð Snædís Karen. Sá sem átti þá hugmynd var Ívar Snorri Þorvaldsson.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.