Stefán Vagn farinn á ísbjarnaslóðir

 Stefán Vagn Stefánsson, yfirlögregluþjónn á Sauðárkróki, er lagður af stað á ísbjarnaslóðir sem að þessu sinni eru við bæinn Sævarland í Þistilfirði. Mun Stefán verða heimamönnum til ráðgjafar en hann segir að menn hafi misst af birninum í vondu veðri. -Þetta er nálægt byggð svo við skulum vona að guð gefi að hann finnist fyrir myrkur, segir Stefán Vagn.

Samkvæmt nýjum verklagsreglum mun björninn verða felldur enda ólíklegt að Björgólfur Thor komi til bjargar að þessu sinni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir