Stefán lék sinn fyrsta landsleik í knattspyrnu

 

Áfram Hvöt

Húni segir frá því að Stefán Hafsteinsson, varnarmaður úr Hvöt, lék sinn fyrsta landsleik í gær er hann kom inná í leik Íslands gegn Skotlandi í Norðurlandamótinu í U17.

Stefán, sem varð 16 ára á árinu, lék síðustu 10 mínútur leiksins en hann leysti Teit Pétursson Skagamann af hólmi í vörn Íslands. Glæsilegur árangur hjá Stefáni sem er á yngra ári í landsliðinu og á framtíðina fyrir sér með landsliðinu ef hann heldur rétt á spöðunum.

Feykir.is óskar Stefáni til hamingju með verðskuldaða velgengni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir