Stefán Arnar og Ingvi Hrannar áfram hjá Tindastól

logo_tindastollBræðurnir Stefán Arnar og Ingvi Hrannar Ómarssynir hafa báðir skrifað undir tveggja ára samning við knattspyrnudeild Tindastóls sem leikur í þriðju deild á komandi leiktíð.

Stefán Arnar Ómarsson

Stefán Arnar er fæddur árið 1982 og hefur leikið með Tindastóli nær allan sinn feril.  Stefán hefur leikið 110 leiki með m.fl. Tindastóls og skorað 7 mörk.  Á síðasta keppnistímabili lék hann 20 leiki og skoraði 3 mörk. -Það er gríðarlega gott að hafa Stefán Arnar í okkar röðum, Tindastólsmann inn að beini sem leggur allt í sölurnar fyrir klúbbinn, segir á Tindastóll.is.

Ingvi Hrannar Ómarsson

Ingvi Hrannar er fæddur árið 1986 og á að baki 79 leiki með m.fl. félagsins og hefur skorað 17 mörk.  Á síðustu leiktíð lék hann 17 leiki og skoraði 5 mörk.

Önnur félög hafa borið víjurnar í drenginn á undanförnum vikum en hann ákvað að halda tryggð við sitt félag og leggja sitt að mörkum til að rífa það upp.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir