Starfshópur um íþróttahús á Hofsósi
Fulltrúar sjálfseignarstofnunarinnar Hofsbótar komu á fund Byggðaráðs Skagafjarðar í síðustu viku til þess að fara nánar yfir tilboð sitt til sveitarfélagsins varðandi íþróttahússbyggingu við sundlaugina á Hofsósi.
Einnig sat Jón Örn Berndsen sviðsstjóri umhverfis- og tæknisviðs fundinn undir þessum dagskrárlið.
Byggðarráð samþykkti að skipaður verði starfshópur sem ætlað er að leggja fram nánari upplýsingar um framkvæmdina fyrir næsta eða þar næsta byggðarráðsfund, sem byggðarráð getur lagt til grundvallar afstöðu sinni til þátttöku sveitarfélagsins í verkefninu. Í starfshópnum verði formaður byggðarráðs, sveitarstjóri, sviðsstjóri umhverfis- og tæknisviðs auk fulltrúa Sjálfseignarstofnunarinnar Hofsbótar.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.