Starfsbraut FNV fékk góða granna í heimsókn
Margra ára hefð er fyrir gagnkvæmum skólaheimsóknum hinna þriggja framhaldsskóla hér á Norðurlandi sem bjóða upp á og starfrækja starfsbraut. Er þar um að ræða FNV Verkmenntaskólann á Akureyri og Framhaldsskólann á Húsavík. Skólarnir hafa skipst á að bjóða heim þannig að þriðja hvert ár kemur það í hlut hvers skóla að skipuleggja bæði fræðandi og skemmtilega dagskrá. Í ár var komið að FNV að bjóða heim.
Heimskóknardagurinn var 30. apríl og hófst dagskráin hófst kl. 11:00 í íþróttahúsinu á Sauðárkróki með móttöku, kynningum, og keppni í boccia og bandy.
Kl. 12:00 var svo farið í mat í mötuneyti skólans þar sem boðið var upp á hamborgara, sætsúpu og kaffi á eftir.
Eftir matinn var farið um heimavist skólans í fylgd vistarstjóra. Síðan var bóknámshúsið skoðað og endað á góðri kynningu á tré- og málmiðnabrautum í verknámshúsi skólans.
Næst var farið á Náttúrustofu Norðurlands vestra til að sjá ísbjörninn fræga og fræðast nokkuð um lifnaðarhætti slíkra dýra og því næst í Minjahúsið þar sem margs konar sýningar voru skoðaðar með leiðsögn safnvarðar.
Heimsóknin endaði síðan í Ólafshúsi þar sem allir nutu góðra veitinga og ræddu málin.
Fleiri myndir hér.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.