Stærsta unglingalandsmót sögunnar hafið
feykir.is
Uncategorized
31.07.2009
kl. 09.00
Núna kl. 9 hófst 12. Unglingalandsmót UMFÍ á Sauðárkróki með keppni í hinum ýmsum íþróttagreinum. Metþátttaka er, en alls hafa um 1500 keppendur skráð sig til leiks.
Búist er við að allt rúmlega 10 þúsund gestir heimsæki Skagafjörð um helgina og verður því í mörg horn að líta fyrir gestgjafana. Áætlað tjaldsvæði á Nöfunum hefur verið stækkað og hefur allur undirbúningur gengið vel á þeim þremur mánuðum sem liðnir eru síðan mótið var flutt í Skagafjörðinn.
Nánar verður hægt að fylgjast með framvindu mótsins á heimasíðu þess á slóðinni www.ulm.is.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.