Stærðfræðikeppni FNV
Hin árlega forkeppni stærðfræðikeppni FNV og 9. bekkja á Norðurlandi vestra fer fram miðvikudaginn 10. mars kl. 10:00. Öllum nemendum 9. bekkja á Norðurlandi vestra er frjáls þátttaka.
Keppnin skiptist í forkeppni og úrslitakeppni. Forkeppnin fer fram í öllum skólum og komast 15 efstu áfram í úrslitakeppni sem verður haldin í FNV. Dæmi í forkeppni verða flest krossadæmi (líkt og í keppni framhaldsskóla).Nemendur fá 1 klst. til að glíma við dæmin. Úrslitakeppninverður svo í Bóknámshúsi FNV föstudaginn 23. apríl.
Þeir sem komast í úrslitakeppnina fá allir verðlaun, en sigurvegarinn hlýtur veglegustu verðlaunin. Fyrirtæki og stofnanir á Norðurlandi vestra og víðar eru tilbúin að styrkja keppnina en nánar verður skýrt frá verðlaunum síðar. Lögð er áhersla á að ekki er um próf að ræða heldur leik. Nemendur geta staðið sig vel, þótt þeir leysi aðeins hluta dæmanna. Hver nemandi fær síðan úrlausnir sínar aftur og niðurstöður um árangur og geta skólar/nemendur unnið nánar með niðurstöðuna ef þeir kjósa.
Tilgangur keppninnar er að auka áhuga á stærðfræði og þrautalausnum og efla tengsl grunnskóla á Norðurlandi vestra og FNV.
/fnv.is
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.