Staðarskálamótið í körfubolta

Hið árlega Staðarskálamót í körfubolta verður haldið laugardaginn 27. desember næstkomandi í Íþróttamiðstöð Húnaþings vestra. Keppt er bæði í karla- og kvennaflokki og gefur Staðarskáli verðlaunapeninga mótsins.

Sigurvegararnir hljóta svo farandbikar að launum. Mótið hefur notið vinsælda á ári hverju og áhorfendur hafi ekki látið sitt eftir og fylgst með mótinu sem hefur verið æsispennandi oft á tíðum.

Mótið hefst  kl. 10:00 og stendur fram eftir degi.

Skráning á mótið er hjá Dóra Fúsa í síma 891-6930, eða dorifusa@gmail.com Þetta netfang er varið fyrir ruslrafpósti, þú þarft að hafa Javascript virkt til að skoða það , eða hjá Má Hermanns í síma 845-6993.

Skráningu verður að vera lokið fyrir kl. 20:00 á næstkomandi föstudag, 26. desember.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir